Við viljum vekja athygli því að nýlega hófst bygging þjónustumiðstöðvar, hjúkrunarheimilis og leiguíbúða fyrir aldraða, við Sléttuveg í Reykjavík.
Sjómannadagsráð, í samvinnu við Hrafnistu og Naustavör ehf., vinnur nú að þróun verkefnisins og þar sem stefnt er að því að bjóða góða aðstöðu sem hefur áhrif á mótun á góðu samfélagi fyrir íbúðahverfið. Með því er ætlunin að veita eldra fólki greiða leið að því að rækta þann lífssstíl sem það kýs á efri árum, auk þess að sækja þann stuðning sem það vill til þess að geta búið á eigin vegum svo lengi sem kostur er. Þannig er ætlunin að laða að þjónutsumiðstöðinni fjölbreyttan hóp notenda sem býr í nánasta umhverfi í Fossvogi, bæði ofan og neðan Bústaðavegs.
Í þjónustumiðstöðinni verður margs konar þjónusta í boði fyrir íbúa í hverfinu, bæði þá sem búa í húsunum sem tengjast miðstöðinni beint, sem og þá sem búa í nágrenninu. Þar verður boðið upp á mataraþjónustu, virkniþjálfun, tómstundir, skemmtanir, kaffihús, hreyfiaðstöðu, og fleira. Ein af megin áherslum rekstursins er að bjóða upp á heilsueflandi þjónustu af ýmsu tagi, eins og sjúkraþjálfun, líkamsrækt, ráðgjöf og fræðsla um heilsu. Reiknað er með um 400 m2 aðstöðu fyrir reksturinn, auk þess sem hægt er að samnýta aðra aðstöðu í miðstöðinni, eins og t.d. fundaraðstöðu, matsal, búningsaðstöðu, móttöku og fleira. Starfsemi mun hefjast í húsunum í byrjun árs 2020. Í fyrsta áfanga verður þjónustumiðstöðin byggð ásamt hjúkrunarheimili með 90 rýmum og 60 leiguíbúðir. Í öðrum áfanga verða byggðar 80 íbúðir til viðbótar og verður innangengt á milli allra eininga sem tengjast þjónustumiðstöðinni. Í nágrenninu eru fjölmargar íbúðir fyrir eldri borgara og er ljóst að mikil þörf er fyrir þessa þjónustu í hverfinu.
Nú er hafin leit að áhugasömum aðilum sem vilja taka þátt í að þróa og reka þessa starfsemi. Hægt er að fá nánari upplýsingar og kynningu á verkefninu hjá Jóni Grétari Magnússyni verkefnastjóra, jon.magnusson@sjomannadags