Það tilkynnist hér með að ég undirritaður hef látið af störfum sem formaður Sjómannadagsráðs að eigin ósk. Ég vil færa íbúum Hrafnistuheimilanna einlæga kveðju mína og þakklæti fyrir vináttu á liðnum árum, ennfremur starfsfólki Hrafnistuheimilanna, starfsfólki happdrættis DAS, Naustavarar og Sjómannadagsráðs fyrir samvinnu og vináttu. Hér hefur verið gott að vinna og hér hef ég fengið að taka þátt í leik og starfi.  Við starfi mínu hefur tekið ungur maður að nafni Aríel Pétursson, stýrimaður og sjóliðsforingi, og óska ég honum allra heilla og velfarnaðar í þessu mikilsverða starfi.  Það er von mín og trú að starf okkar muni í náinni framtíð eflast og stækka og verða þeim öldruðu sem hjá okkur eiga heima sú stoð og sú stytta sem stefnt var að í upphafi og unnið hefur verið að í rúm áttatíu ár.

Í einlægri þökk.

Kær kveðja,
Hálfdan Henrysson,
fráfarandi stjórnarformaður
Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins

 

Pin It on Pinterest

Share This