Það voru mörkuð tímamót í uppbyggingu Öldrunarseturs við Sléttuveg þegar skrifað var undir samninga við hönnuði verkefnisins. Fulltrúar hönnuða og Sjómannadagsráð hittust við það tækifæri í fundarsal Sjómannadagsráðs þar sem skrifað var undir samningana. Fyrir hönd Sjómannadagsráðs skrifaði Hálfdán Henrýsson og fyrir hönd Reykjavíkurborgar skrifaði Hrólfur Jónsson.

Hönnuðir eru eftirfarandi:

Arkitektar – THG arkitekta, Halldór Guðmundsson skrifaði undir fyrir þeirra hönd.

Hönnun lagna og loftræstinga – Mannvit, Tryggvi Jónsson skrifaði undir fyrir þeirra hönd.

Hönnun raflagnakerfa – Verkhönnun, Magnús b Þórðarson skrifaði undir fyrir þeirra hönd.

Hönnun Burðavirkja – Ferill verkfræðistofa, Ásmundur Ingvason skrifaði undir fyrir þeirra hönd.

 

 

Pin It on Pinterest

Share This