Í nýjustu Félagstíðindum Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni www.feb.is er skemmtilegt viðtal á bls. 6-7 við Kolbrúnu Unu Einarsdóttur sem flutti seinasta haust í nýja íbúð hjá Naustavör á Sléttuvegi 27. Móðir Kolbrúnar Unu býr í Naustavarar íbúð í Boðaþingi og segir Kolbrún að móðir hennar sé mjög ánægð þar en sjái mest eftir að hafa ekki flutt fyrr.
Í viðtalinu lýsir Kolbrún Una ástæðum þess hvers vegna hún valdi að flytja í íbúð hjá Naustavör „ég er mjög ánægð hér mér finnst ég búa við öryggi, bý í fallegu húsi, á fallegum stað, í fallegri íbúð og er mjög hamingjusöm.“ Helstu kosti segir hún að „vera laus við skyldurnar sem fylgja því að búa í eigin húsnæði“ og léttir að vera laus við umstang við viðhald og framkvæmdir og hlakkar hún til þegar starfsemin í þjónustumiðstöðinni á Sléttunni kemst í eðlilegt horf.