Stjórn Sjómannadagsráðs 2020 – 2023
Aðalfundur Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins var haldinn þriðjudaginn 12. maí 2020 í þjónustumiðstöð Sjómannadagsráðs við Sléttuveg. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa fór fram kjör formanns Sjómannadagsráðs þar sem Hálfdan Henrysson var endurkjörin til næstu þriggja ára vegna fjölda áskorana. Aðrir í stjórn eru Guðjón Ármann Einarsson, varaformaður, Jónas Garðarsson gjaldkeri, Oddur Magnússon varagjaldkeri og Sigurður Ólafsson ritari. Guðmundur Helgi Þórarinsson var kjörinn varamaður í stjórn í stað Bergs Þorkelssonar sem situr áfram í kjörbréfanefnd. Skoðunarmenn ársreikninga voru kjörnir Björn Pálsson og Yngvi Einarsson og varamenn Finnbogi Aðalsteinsson og Ólafur Hjálmarsson. Reynir Björnsson lét af störfum sem skoðunarmaður.
Sjómannadagsráð þakkar Bergi og Reyni fyrir góð störf í þágu ráðsins.

Pin It on Pinterest

Share This