Í gær var í fyrsta sinn haldin Sumarskemmtun Naustavarar í Boðaþingi. Skemmtunin var opin öllum og var vel mætt. Hafmeyjurnar með Hjördísi Geirs og Steina Nikkara í fararbroddi héldu uppi fjörinu með söng, sögum, ljóðum, gríni og glensi. Skemmtunin var haldin í Boðanum og skemmtu allir sér vel.
Í lokin var boðið upp á glæsilegar veitingar sem runnu ljúflega niður með kaffisopanum.