Hátíð hafsins verður haldin helgina 1. -2. júní 2019. Hátíðin samanstendur af tveimur hátíðardögum, Hafnardeginum sem haldinn er á laugardeginum og Sjómannadeginum, sem haldinn er á sunnudeginum.
Bryddað verður upp á mörgum skemmtilegum nýungum á Hátíð hafsins og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fastir liðir eins og dorgveiði, íslenskir fiskar og Bryggjusprell verður á sínum stað. Meðal nýunga er íþróttakeppnin 5K Pump And Run, hægt verður að prófa Standbretti ogfiskisúpa í boði fyrir alla.
Hátíðarsvæðið
Hátíðarsvæðið nær frá Hörpu, um gömlu höfnina, út á Grandagarð og að HB Granda. Hátíðarsvæðið verður opið kl. 12.00 – 17.00 báða dagana í og við Grandagarð og útisvið á Grandagarði verður með skipulögðum viðburðum kl. 13.00 – 17.00, bæði laugardag og sunnudag. Hátíðarsvæðið við HB Granda verður opið á sunnudag kl. 13.00 – 17.00 og með skipulögðum viðburðum á sviði kl. 14.00 – 16.00.
Þeir sem standa að baki hátíðarinnar eru Faxaflóahafnir, Sjómannadagsráð og HB Grandi.
Kynnið ykkur dagskrána á hatidhafsins.is

Pin It on Pinterest

Share This