Starfsmaður íbúðaleigufélagsins Naustavarar, dótturfélags Sjómannadagsráðs, sem þjónustar m.a. Hrafnistu, greindist um helgina með Covid-19 smit og er nú í einangrun. Samkvæmt fyrirmælum rakningarteymis Almannavarna ber þeim sem voru í mikilli nálægð (innan tveggja metra) við viðkomandi í meira en 15 mín frá og með síðastliðnum föstudegi að fara í sóttkví og hefur nú þegar verið haft samband við alla hlutaðeigandi. Af þeim sökum er skrifstofa Naustavarar og Sjómannadagsráðs við Brúnaveg 9 lokuð og starfsmenn í sóttkví. Auk þess eru tveir starfsmenn á stoðdeild Hrafnistu í Hafnarfirði, sem viðkomandi hitti á föstudag, farnir í sóttkví. Að öðru leyti hefur tilfellið ekki áhrif á starfsemi Hrafnistu þar sem viðkomandi heimsótti ekki hjúkrunardeildir heimilanna.
Þjónustusími Naustavarar 585 9300 er eftir sem áður opinn allan sólarhringinn.