Vegna tilmæla almannavarna til íbúa höfuðborgarsvæðisins, hefur verið ákveðið hafa skrifstofu Naustavarar og Sjómannadagsráðs áfram lokaða. Heimasíða Sjómannadagsráðs og Facebook síða Naustavarar verða notaðar til að koma tilkynningum til ykkar.
Við minnum á að starfsmenn Naustavarar og Sjómannadagsráðs munu halda áfram að vinna að heiman og þjónustusíminn 585 9300 er opinn eins og vant er. Einungis verður bráðnauðsynlegum viðhaldsverkefnum sinnt á meðan þetta ástand varir til að draga úr umgangi inn í og á milli íbúðanna.
Til að tryggja öryggi, viljum við ítreka að mjög mikilvægt er að tilkynna til okkar í síma 585 9300
ef þið farið í sóttkví vegna gruns um smit
eða í einangrun vegna smits
Að lokum viljum við þakka ykkur fyrir þolinmæðina og skilninginn sem þið hafið sýnt vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til vegna Covid-19 faraldursins og minnum ykkur á að fara eftir leiðbeiningum landlæknis um sóttvarnir og lágmarka heimsóknir.