Forsetaframbjóðendum var boðið að takast á í sjómennskukeppni í gær. Keppt var í greinum tengdum sjómennsku eins og flökun og hnýtingum auk þess sem farið var í spurningakeppni.
Markmiðið var að fá frambjóðendur til að tengja sig grundvallaratvinnugrein Íslands í gegnum aldirnar, sjávarútvegi, sér í lagi af því tilefni að kosningar eru daginn fyrir sjómannadaginn sem nú verður haldinn í 86. sinn.
Keppninni stjórnaði Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs.
Sýnt var frá keppninni í beinu streymi: Frambjóðendur mætast í keppni