Það er mikið um að vera í Lífsgæðakjarnanum á Sléttunni þessa dagana. Nú í vikunni hófst starfsemi dagdvalar Hrafnistu. Dagdvölin hefur fengið heiti Röst og þar verða 30 dagdvalarými. Þetta er sjötta dagdvölin hjá Hrafnistu. Einnig opnuðu bæði hárgreiðslustofan og fótaaðgerðastofan. Á meðan takmarkanir Almannavarna gilda, þá eru stofurnar einungis opnar fyrir íbúa Hrafnistu. Þrátt fyrir það þá hefur verið fullt út úr dyrum hjá Huldu á hárgreiðslustofunni og Ástu á fótaaðgerðastofunni enda margir komnir með loðna lubba eftir samkomubannið. Gestir dagdvalarinnar, og hjá Huldu og Ástu, hafa verið himinlifandi með aðstöðuna, finnst hún helst til fín ef eitthvað er. Brátt opnar verslunin og þá er bara að bíða eftir að geta opnað dyrnar og hleypt fleirum inn þegar græna ljósið kemur frá þríeykinu.

 

   

    

Pin It on Pinterest

Share This