Framkvæmdir Sjómannadagsráðs við Sléttuveg ganga mjög vel.

Hjúkrunarheimilið hefur að mestu leyti verið klárað að utan. Allir gluggar komnir í, frágangi á þaki lokið og lítið vantar upp á að klára klæðninguna. Innandyra er byrjað að mála og setja upp innréttingar og gólfefni.

Allir gluggar eru komnir í þjónustumiðstöðina og einangrun komin utan á. Vinna innandyra er í fullum gangi.

Verið er að steypa efstu hæðina á íbúðablokkinni og lýkur uppsteypu í næstu viku.

Frágangur á lóð er hafinn.

 

 

Horft til suðurs yfir Fossvoginn. Íbúðarblokkin fremst og vinna við uppsteypu efstu hæðarinnar í fullum gagni

Horft til norðurs yfir byggingasvæðið. Hjúkrunarheimilið fremst.

Framhlið hjúkrunarheimilisins.

Bakhlið hjúkrunarheimilisins. Þarna verður skjólgóður garður.

Bakhlið á þjónustumiðstöðinni og íbúðablokkinni. Komið er gras á þak og einangrun á þjónustumiðstöðina. Unnið er að uppsteypu á efstu hæð íbúðablokkarinnar.

Pin It on Pinterest

Share This