Þau ánægjulegu tíðindi urðu í seinustu viku, þegar fyrstu leigusamningarnir vegna starfsemi í Þjónustumiðstöðinni Sléttunni, Reykjavík, voru undirritaðir. Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri og Ásta Nordgulen Þórarinsdóttir gerðu samning vegna leigu fyrir rekstur fótaaðgerðastofu. Einnig gengu Sigurður og Hulda Rós Ragnarsdóttir frá leigusamningi fyrir rekstur hárgreiðslustofu. Þær Ásta og Hulda Rós munu fá húsnæðið afhent á næstu dögum til að setja inn sinn búnað og er stefnt á að opna báðar stofurnar í apríl.
Sigurður Garðarsson og Hulda Rós Ragnarsdóttir