Í dag var undirritaður verksamningur við Já-verk um uppsteypu og utanhúsfrágang þjónustumiðstöðvar og leiguíbúða við Sléttuveg. Í þessum áfanga er um að ræða 60 leiguíbúðir og 1700m² þjónustumiðstöð sem mun tengja saman hjúkrunarheimilið og íbúðahúsið.

Samkvæmt samningi þessum á uppsteypu þjónustumiðstöðvarinnar að vera lokið um miðjan febrúar 2019 og íbúðanna í lok júlí 2019. Frágangi utanhúss við þjónustumiðstöðina á að vera lokið um miðjan maí 2019 og íbúða í janúar 2020.

Samningurinn var undirritaður í fundarsal Sjómannadagsráðs og ritaði Gylfi Gíslason undir samninginn fh. Jáverks og Hálfdan Henrysson fh. Sjómannadagsráðs.

Gylfi Gíslason, Guðmundur Gunnarsson og Heimir Rafn Bjarkason frá Já-verki, Hálfdan Henrysson og Sigurður Garðarsson frá Sjómannadagsráði ásamt Jóni Grétari Magnússyni frá Ölduvör og Samúel Guðmundssyni frá THG, voru viðstaddir undirritunina.

Pin It on Pinterest

Share This