Í gær var haldinn stjórnarfundur Sjómannadagsráðs í nýju þjónustumiðstöðinni Sléttunni á Sléttuvegi. Á þessum óvenjulegu tímum þarf að nota hugmyndaflugið til að leysa það sem virðist einfalt verkefni. Nauðsynlegt var að halda fundinn á þessum tíma þar sem stjórn þurfti að samþykkja ársreikninga og því var salurinn sem Dagþjónustan flytur í á Sléttunni notaður þar sem hann er rúmgóður og hægt að hafa lögboðið tveggja metra bil á milli fundargesta.

   

Pin It on Pinterest

Share This