Neyðarstjórn Hrafnistu hefur tekið þá ákvörðun að loka öllum Hrafnistuheimilunum fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta frá og með 7. mars 2020 þar til annað verður formlega tilkynnt. Er þetta gert að höfðu samráði við Sóttvarnarlækni og Landlækni eftir að Neyðarstigi almannavarna var lýst yfir.

Vegna ákvörðunar um lokun Hrafnistuheimilana munu eftirfarandi ráðstafanir gilda þar til að annað verður tilkynnt.

  • Matarþjónusta Hrafnistu fyrir íbúa Naustavarar verður ekki í boði. Ef óskað er eftir því að fá mat sendan heim bendum við á að hafa samband við félagsþjónustu sveitarfélagsins.
  • Öll önnur þjónusta sem sótt er inná Hrafnistuheimiliin verður ekki í boði, svo sem fótsnyrting, hárgreiðsla, sjúkraþjálfun, félagsstarf.
  • Viðbröðg við neyðarboðum frá öryggishnöppum færist öll til öryggisfyrirtækjanna Securitas og Öryggismiðstöðvarinnar, sem munu sinna útköllum.
  • Ef þú hefur fengið tilmæli um að vera í sóttkví vegna smithættu, þá ber þér að tilkynna það á skrifstofu Naustavarar s. 585-9300

Af þessu tilefni viljum við árétta að ekki er um hættuástand að ræða, heldur varúðarráðstafanir til að draga úr hættu á smiti. Heimsóknir í íbúðir Naustavarar eru ekki bannaðar, en hvatt er til þess að allir kynni sér meðfylgjandi leiðbeiningar frá landlækni, sem sendar eru með til upplýsingar.

Ákvörðun um lokun Hrafnistuheimilanna og ofangreindar ráðstafanir munu gilda þar til að tilkynnt hefur verið um annað. Sú staða er endurskoðuð daglega, en gera má ráð fyrir að þetta vari í einvhern tíma. Ákvörðun um afturköllun þessa ráðstafana verða tilkynntar um leið og hún hefur verið tekin

Starfsfólk Naustavarar

Pin It on Pinterest

Share This