Sjómannadagsráð stendur um þessar mundir í stórræðum við uppbyggingu á aðstöðu fyrir aldraða við Sléttuveg. Áætlað er að fjárfesta fyrir vel á fjórða milljarð króna við fyrsta áfanga verkefnisins, en þar með telst ný þjónustumiðstöð fyrir aldraða og 60 nýjar leiguíbúðir sem verða samtengdar við nýtt hjúkrunarheimili Hrafnistu.

Íslandsbanki og Sjómannadagsráð hafa átt farsælt samstarf til margra ára og í gær var undirritaður lánssamningur á milli þessa aðila þar sem Íslandsbanki tekur að sér að fjármagna framkvæmdakostnað á móti Sjómannadagsráði. Myndin er frá undirritun samningsins, en viðstödd voru þau Indriði Óskarsson, Una Steinsdóttir, Birna Einarsdóttir og Sigurður Arnar Hermannsson frá Íslandsbanka, ásamt þeim Sigurði Garðarssyni, Hálfdani Henryssyni, Jónasi Garðarssyni og Guðjóni Ármanni Einarssyni frá Sjómannadagsráði.

 

Pin It on Pinterest

Share This