Aðalfundur Sjómannadagsráðs 2022 var haldinn þriðjudaginn 10. maí í Helgafelli, Hrafnistu Laugarási. Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf. Nýr formaður var kjörinn Aríel Pétursson, en hann hefur gengt embætti formanns síðan Hálfdan Henrysson lét af störfum á seinasta ári. Aríel tók þá við sem varaformaður. Nýr varaformaður er Árni Sverrisson. Oddur Magnússon var endurkjörinn varagjaldkeri. Eins var Sigurður Ólafsson endurkjörinn ritari. Árni Bjarnason frá félagi skipstjórnarmanna var kjörinn í varastjórn. Í Skipulagsnefnd var Andrés Hafberg kosinn í stað Þorsteins Hjálmarssonar. Í skipulagsnefnd sitja þá, auk Andrésar þeir Oddur Magnússon, Friðrik Höskuldsson, Jón Rósant Þórarinsson og Gunnar Bergmann Gunnarsson.

Á fundinum var samþykkt lagabreyting. Félögunum sem standa að Sjómannadagsráði hefur fækkað um tvö. Félag loftskeytamanna hefur verið lagt niður og Félag bryta sameinaðist Sjómannafélagi Íslands. Því eru nú þrjú félög sem standa að ráðinu: Félag vélstjóra og málmtæknimanna hefur nú 9 fulltrúa, Sjómannafélag Íslands með 16 fulltrúa og Félag skipstjórnarmanna með 9 fulltrúa.

Að fundinum loknum var svo boðið upp á þjóðarrétt Hrafnistu, steiktar kótilettur.

Pin It on Pinterest

Share This