Sjómannadagsráð fagnar niðurstöðu í Yfirliti ársins 2019, sem Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út. Þar kemurr fram að enginn sjómaður fórst við störf við strendur Íslands árið 2019. Er það þriðja árið í röð sem það gerist og í sjötta skiptið. Þó var eitt banaslys í Eyjafirði þar sem erlendur ferðamaður drukknaði við köfun.

Skráð atvik á árinu voru 106 og hefur þeim fækkað frá fyrri árum vegna breytinga á áherslum í skráningum. Flest atvik eru vegna slysa á fólki (57) og skipa sem dregin eru til hafnar (18). Eitt skip sökk og prammi hvolfdi. 12 skip strönduðu eða tóku niðri og voru fjögur af þeim atvikum sannarlega vegna þess að stjórnandi sofnaði. Rannsókn er ekki lokið á öllum atvikunum.

Flest slys á fólki voru á togveiðiskipum (29) og neta-, skel- og línuskipum (14) og oftast á veiðum (35) eða á siglingu (15). Fallslys og beinbrot eru algengustu slysin (24), þar á eftir slys þar sem fólk verður á milli – klemmist (12) eða verður fyrir skurði eða stungu (11).

Meðalaldur slasaðra er 43 ár. Yngsti slasaði á árinu var 18 ára og elsti 79 ára farþegi á farþegaskipi. Flest slys verða á NV svæði sem nær frá Snæfellsnesi að Siglufirði og algengast er að undirmenn á skipum slasist. Hásetar 53% (30), yfirvélstjórar 9% (5) og farþegar á farþegaskipum 9% (5).

Skráðum atvikum vegna vélarvana skipa fækkaði vegna breytinga á skráningum, þar sem nú eru einungis skráð þau atvik sem þarfnast frekari rannsóknar. Skráð atvik voru 18 en alls voru 74 tilkynningar um vélarvana skip á árinu sem er fjölgun frá fyrri árum.

Þessi atvik eru flest tengd litlum fiskiskipum og því hefur Samgöngustofa gefið úr Gátlista fyrir strandveiðar sem sjófarendur eru hvattir til að kynna sér og tileinka. Gátlistinn tekur fyrir búnað bátsins, fjarskipti, neyðar- og björgunarbúnað og önnur atriði sem mikilvægt er að skoða fyrir brottför.

Nefndin gerði sex tillögur í öryggisátt í fjórum málum og 24 sérstakar ábendingar í 23 málum og eru ábendingarnar listaðar upp í skýrslunni.

Að lokum er brýnt fyrir sjómönnum og útgerðaraðilum að tilkynna öll atvik, stór og smá, þar sem þær upplýsingar geta verið mjög gagnlegar í baráttunni við að auka öryggi á sjó.

 

http://rnsa.is/media/4620/sjoslys_yfirlit-arsins-2019.pdf

 

6. september 1936, heimamenn í Grindavík vinna að björgun skipverja af línuveiðaranum Trocadero GY 129 frá Grimsby á Englandi.
Björgun skipverja með björgunarlínu.

Pin It on Pinterest

Share This