Á seinasta ári var samþykkt að breyta A-3 í Laugarási í dagdeild fyrir fólk með heilabilun og var ákveðið að taka hæðina í gegn og aðlaga húsnæðið að nýrri notkun. Mjög vel hefur tekist til með breytingarnar í húsnæði sem er rúmlega 60 ára gamalt og mun vinnu iðnaðarmanna ljúka á næstu dögum. Á sama tíma var skipt um lyftu fyrir álmuna sem er upprunaleg eða síðan 1957. Þá þarf að setja inn húsgögn og annan búnað og er stefnt á að dagdeildin taki til starfa 6. maí 2019.

Hér fyrir neðan eru nokkrar fyrir og eftir myndir.

   

  

  

  

Pin It on Pinterest

Share This