Það verður nóg um að vera fyrir íþróttaálfa á öllum aldri á Hátíð hafsins og Sjómannadaginn helgina 1. og 2. júní.
Bryggusprellið, sem er ævintýralegt sjávartívolí, verður sett upp við Grandabryggju. Í ár er þemað kuðungar og er allt sem er notað til að setja Bryggusprellið upp endurnýtt efni af hafnarsvæðinu.
Á laugardeginum fer fram íþróttakeppni áhafna á íþróttasvæði Þróttar í Laugardal. Þar keppa áhafnir í fótbolta og reiptogi. Hoppukastali fyrir börnin og veitingar í boði sjómannafélaganna. Þetta er skemmtileg keppni og um að gera að mæta og hvetja áhafnirnar.
Fyrir nýungagjörnu í þróttaálfana þá er SUP Iceland með kynningu á Standbrettum í Víkinni við Sjóminjasafnið, báða dagana kl. 13 – 17. SUP stendur fyrir Stand And Paddle, bretti sem staðið er á og róið með ár til að koma sér áfram.
Hörðustu íþróttaálfarnir geta svo tekið þátt í 5K Pump And Run keppninni á laugardeginum. Keppendur lyfta líkamsþyngd (eða hlutfalli af eigin þyngd) í bekkpressu eins oft og þeir geta og svo eru hlaupnir 5 kílómetrar. Keppt í fjórum aldursflokkum Skráning og vigtun kl. 13 og keppnin hefst kl. 14.
Koddaslagurinn er eitt vinsælasta atriðið á dagskrá Sjómannadagsins. Átta vaskar konur etja kappi í koddaslag við Bótarbryggju á sunnudeginum kl. 15-16. Keppnin er sjö umferðir. Einungis einn keppandi sleppur við að detta í sjóinn og fær hann virðulegan farandbikar að launum.
Kynnið ykkur dagskrána á hatidhafsins.is