Sjálfseignarstofnunin Skógarbær og Sjómannadagsráð hafa undirritað samning um að Hrafnista taki formlega við rekstri hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar þann 2. maí næstkomandi. Rebekka Ingadóttir hefur verið ráðinn forstöðumaður Skógarbæjar frá 1. maí.
Til að byrja með gildir samningurinn til ársloka 2020 og verður Hrafnista Skógarbæ sjálfstæður hluti rekstrarsamstæðu Sjómannadagsráðs.
Skógarbær er hjúkrunarheimili skammt frá Mjódd í Reykjavík, stofnsett 1997 með 81 hjúkrunarrými. Þar er meðal annars sérstök þjónusta fyrir unga hjúkrunaríbúa. Aðilar og stofnendur að sjálfseignarstofnuninni eru Reykjavíkurborg, Rauði Krossinn í Reykjavík og Efling stéttarfélag.
Skógarbær verður sjöunda Hrafnistuheimilið og innan skamms bætist það áttunda við á Sléttuvegi, sem fyrihugað er að hefji starfsemi í byrjun árs 2020.

 

Pin It on Pinterest

Share This