Það verður að vanda mikil og fjölbreytt dagskrá fyrir yngstu kynslóðina á Hátíði hafsins og Sjómannadeginum helgina 1. og 2. júní. Furðufiskasýningin Íslenskir fiskar er spennandi. Þar sýnir Hafró allskonar lifandi fiska sem finnast við Ísland og víðar. Skrúðganga með Skoppu og Skrítlu og Maximus musikus. Bryggjusprellið er þrautabraut fyrir krakka á öllum aldri. Hægt er að smíða sinn eigin bát, fara í dorgveiði, renna sér í línubraut, læra hvað má ekki setja í klósettið og af hverju, fara í bátastrætó og margt, margt fleira. Fjölbreytt skemmtidagskrá fyrir börnin.

Á sunnudeginum kl. 14.00 – 16.30 er skemmtidagskrá fyrir börnin á sviðinu við HB Granda. Þar verður Einar Mikael töframaður kynnir og fram koma Latibær, Leikhópurinn Lotta, sjómannadagsfiskarnir Toggi þorskur og Kata karfi, Lína langsokkur og Emmsé Gauti heldur svo uppi stuðinu.

Dagskrá hátíðarinnar er gríðarlega fjölbreytt og margar spennandi nýungar eins og íþróttakeppnir, fiskisúpa, barnadagskrá. Sjóminjasafnið býður á sýninguna Fiskur & fólk og veitingastaðir í nágrenninu eru með margskonar tilboð.

Kynnið ykkur dagskrána á hatidhafsins.is

Pin It on Pinterest

Share This