Fiskifréttir birtu í gær skemmtilega upprifjun á dýrasýningu sem haldin var í Örfirisey til styrtktar Dvalarheimilis aldrarðra sjómanna á sjómannadaginn 1947. Dýrin sem sýnd voru komu frá dýragarðinum í Edinborg. Sýndir voru apar, refir, selir og sæljón frá Kaliforníu. Fleiri dýr áttu að vera til sýnis en líklegast hefur ekki fengist leyfi fyrir þeim öllum. Það voru þó 40.000 gestir sem skoðuðu sýninguna þrátt fyrir ömurlegt veður það sumarið.
Hægt er að skoða frétt Fiskifrétta hérna