Í seinustu viku hófust framkvæmdir við stækkun eldhússins við Hrafnistu í Laugarási. Byggð verður viðbygging í portinu við Laugarásbíó með kjallara, sem samtals verður 1.017 m2 að stærð. Auk þess verður tækifærið notað til að fullnýta allt pláss sem mögulegt er, skipta um lagnir og endurnýja tæki eldhússins. Takmarkið með þessari fjárfestingu er að auka framleiðslugetu eldhússins þannig að það geti haldið að framleiða mat fyrir nýja starfsemi á Sléttuvegi og aðra staði sem Hrafnista mun annast á komandi árum.
 
Á meðan á framkvæmdum stednur má gera ráð fyrir töluverði raski, en reynt verður eftir megni að hafa framkvæmdatímann stuttan og draga úr hávaða eins og mögulegt er.
 
Í mars verður núverandi eldhúsi lokað og færist matreiðslan þá til Hafnarfjarðar í bráðabirgða húsnæði, þangað til nýtt og glæsilegt eldhús verður opnað í lok nóvember.

Pin It on Pinterest

Share This