Framkvæmdir við nýtt eldhús Hrafnistu í Laugarási ganga samkvæmt áætlun og er stefnt að því að hefja fulla starfsemi um miðjan nóvember. Eldhúsið verður án efa eitt af þeim glæsilegustu og fullkomnustu á landinu. Búið er að setja epoxy á gólf og veggi og unnið uppsetningu á loftræstingu og háfum, ásamt öðrum tækjum. Í hádeginu í dag var iðnaðarmönnunum sem eru að vinna við uppsetningu tækja og annan frágang, boðið í hádegismat. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir teknar á seinustu dögum.

 

Pin It on Pinterest

Share This