Undanfarnar vikur hafa miklar framkvæmdir verið í gangi hjá Hrafnistu í Laugarási. Þeirra stærst er stækkun og endurbætur á eldhúsinu. Aðstaða og tæki þar voru komin til ára sinna og ljóst að aðstæður væru þannig að ekki væri hægt að bæta við matreiðslu fyrir nýtt heimili sem er í byggingu við Sléttuveg. Því ljóst að auka þurfti afköst eldhússins og ákveðið að byggja við það, endurnýja næstum öll tæki og búnað ásamt því að endurhanna húsnæðið í samræmi við nútíma kröfur.
Föstudaginn 10. maí voru undirritaðir verksamningar vegna endurbótanna og viðbyggingarinnar. Aðalverktaki er Skjanni og aðrir verktakar eru Rafmiðlun og Blikksmiðurinn.
Undir samningana skrifuðu Baldur Steinarsson f.h. Rafmiðlunar, Sigurður Garðarsson f.h. Sjómannadagsráðs, Jens Sandholt f.h. Skjanna, og Valdimar Þorsteinsson f.h. Blikksmiðsins.

 

Pin It on Pinterest

Share This