Við uppbyggingu fyrir aldraða við Sléttuveg starfar byggingarnefnd. Í henni sitja tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg og tveir frá DAS. Sigrún Ingvarsdóttir, deildarstjóri Þjónustumiðstöðvar Laugardals- og Háaleitis og Agnar Guðlaugsson, deildarstjóri byggingadeildar Umhverfis- og skipulagssviðs, sitja fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Fyrir hönd DAS sitja Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu og Sigurður Garðarsson framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs. Helsta hlutverk nefndarinnar er eftirlit og ráðgjöf með því að hönnun og útfærsla hjúkrunarheimilisins og þjónustumiðstöðvar verði í samræmi við þarfi og kröfur sem gerðar eru í samningum um aðstöðuna.
Fyrr í mánuðinum gekk Hrafnista frá ráðningu fyrstu starfsmanna Hrafnistu við Sléttuveg; Valgerði K. Guðbjörnsdóttur í stöðu forstöðumanns og Dagnýju Jónsdóttur í stöðu hjúkrunardeildarstjóra. Á 27. fundi byggingarnefndarinnar sem var haldinn 3. apríl s.l. var Valgerði og Dagnýju boðið að skoða nýja vinnustaðinn og fóru þær með nefndinni um svæðið, undir leiðsögn Jóns Grétars Magnússonar verkefnastjóra.


Frá vinstri: Sigurður Garðarsson, Valgerður K. Guðbjörnsdóttir, Sigrún Ingvarsdóttir, Agnar Guðlaugsson, Jón Grétar Magnússon, Pétur Magnússon, og Dagný Jónsdóttir

Valgerður K. Guðbjörnsdóttir forstöðumaður og Dagný Jónsdóttir hjúkrunardeildarstjóri


Baðherbergi skoðað


Sigurður og Agnar fremst og aftar eru Jón Grétar og Sigrún

 

Pin It on Pinterest

Share This