Föstudaginn 14. ágúst var enn einn sögulegur viðburður í uppbyggingu lífsgæðakjarnans á Sléttunni. En þá gerði Birna Bergsdóttir fyrsta leigusamninginn um nýja leiguíbúð Naustavarar við Sléttuveg í Fossvogi. Lífsgæðakjarninn er samsettur af þjónustumiðstöð Sléttunnar, auk hjúkrunarheimilis Hrafnsitu og loks nýrra leiguíbúða Naustavarar sem saman gera kjarna af búsetukostum sem hafa greiðan aðgang að ýmissri þjónustu, félagsstarfi og tóstundum sem verða í boði skv. dagskrá. Leiguíbúðir Naustavarar eru afar góður kostur fyrir 60 ára og eldri þar sem fólki býðst að búa í sjálfstæðri búsetu í sérhönnuðum íbúðum. Í seinni áfanga uppbyggingarinnar er gert ráð fyrir 80 íbúðum í viðbót.
Það má með sanni segja að mikill spenna og eftirvænting sé í loftinu, bæði hjá starfsfólki Naustavarar og ekki síður hjá nýju íbúunum sem eru þessa dagana í óða önn að flytja inn á Sléttuveginn. Á fyrstu tveimur vikunum verða gerðir 30 leigusamningar, þannig að gera má ráð fyrir að það færist fljótt líf og fjör í húsið.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við undirritun fyrsta samningsins.