Þetta myndband var tekið seinasta föstudag. Það var mikið um að vera við Sléttuveginn þennan daginn. Á staðnum er tvö verktakafyrirtæki að vinna við uppsteypu. Annað við hjúkrunarheimilið og hitt við þjónustumiðstöðina og íbúðirnar. Samhliða því, er verið að setja glugga í, einangra og undirbúa fyrir klæðningu á hjúkrunarheimilinu. Þar er innivinna er komin á fullt skrið í, innveggir langt komnir á fyrstu þremur hæðunum og raf- og pípulagnavinna er komin vel af stað. Samanlagt eru vel á annað hundrað manns við störf á svæðinu.

Þegar myndbandið var tekið var uppsteypuverktaki hjúkrunarheimilisins í óða önn að leggja lokahönd á undirbúning fyrir steypu á þaki hússins. Var stór hluti þaksins steyptur síðar um daginn.

 

 

 

Pin It on Pinterest

Share This